Ólafur Geir Magnússon stofnaði dr.Leður árið 2008.
Ólafur er lærður húsgagnabólstrari sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á leðri síðan 1992.
Við erum sérfræðingar í bílsætaviðgerðum,stýris klæðningum,Leðurlitun og almennri bólstrun.
Hjá dr.Leður starfa að jafnaði 3-4 starfsmenn og hefur dr.Leður verið staðsett á Krókhálsi 4 frá upphafi.
Litum leður sem orðið er snjáð eða upplitað hvort sem er bílsæti,stýri,flugvélasæti og sófasett ásamt viðgerðum á leðri.
Við notum eingöngu efni sem viðurkennd eru af öllum helstu húsgagna og bílaframleiðendum í heiminum.
dr.Leður framleiðir og selur hinn rómaða dr.Leður Kassa sem að hefur sannað ágæti sitt frá 2010 og inniheldur hann hreinsiefni,bursta,næringu og klút (gott skap og þolinmæði)
Það er nauðsynlegt að hreinsa og bera á leðrið til að lengja líftíma leðursins og er dr.Leður kassinn tilvalinn til þess að gefa leðrinu lengra og betra líf.