Skilmálar

Viðskiptaskilmálar dr. Leður slf. 

Seljandi er dr. Leður slf,  kt. 5801120720 til heimilis að Melbæ 43, 110 Reykjavík

Verð, tilboð og pantanir

Verð á vöru er samkvæmt gildandi verðskrá á hverjum tíma. dr. Leður áskilur sér rétt til að gera breytingar á verðskránni án fyrirvara, með hliðsjón af þróun gengis, heimsmarkaðsverðs á hráefnum og verðlags á hverjum tíma.

Tilboðsverð til einstakra viðskiptavina miðast við staðgreiðslu vörunnar.
Tilboð gilda í 20 daga frá dagsetningu þeirra.
Kaupsamningur um vöru telst vera kominn á við staðfestingu pöntunar.
Þegar um er að ræða staðgreiðsluviðskipti er gjalddagi eftirstöðva kaupverðs vörunnar við afhendingu hennar eða fyrr.

Afhending vöru, heimsending, geymslugjald o.fl.

Vörur eru afhentar af lager.  Viðskiptavinir geta farið fram á að fá vöruna heimsenda gegn gjaldi samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.  Áhætta og ábyrgð á vörum flyst á hendur viðskiptavina við afhendingu.

Áætlaður afhendingartími vöru er getið á pöntunarstaðfestingu eða með samskiptum við viðskiptavin úr vöruhúsi. dr. Leður tilkynnir viðskiptavinum sérstaklega hvenær vara er tilbúin til afhendingar. Afhendingartímar eru ávallt áætlaðir og geta dregist vegna utanaðkomandi áhrifa, s.s. vegna framleiðslugetu birgja, flutninga o.fl. Seljandi er undir engum kringumstæðum ábyrgt fyrir því tjóni sem dráttur á afhendingu getur valdið.

Seljandi ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna seinkunar á afhendingu eða rangrar afhendingar og/eða ef vara kemur gölluð frá erlendum birgjum. Seljandi ber enn fremur ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem má rekja til aðstæðna (force majeure) sem seljandi getur ekki ráðið við, s.s. vegna verkfalls, verkbanns, eldsvoða, stríðsástands, skipsskaða eða annarra sambærilegra aðstæðna.

Viðskiptavinir skulu sækja vöru á lager eða óska eftir heimsendingu vörunnar eigi síðar en sjö dögum eftir að þeim hefur borist tilkynning um að varan sé tilbúin til afhendingar. Hafi viðskiptavinur ekki sótt vöru að þeim tíma liðnum flyst áhætta af vörunni yfir á viðskiptavin og verður um leið heimilt að rukka geymslugjald. Seljanda er heimilt að krefja hann um gjald vegna geymslu vörunnar samkvæmt gjaldskrá en skal þó ávallt tilkynna eiganda vörunnar skriflega áður en gjaldtaka hefst.

Vara er ætíð send á ábyrgð og kostnað kaupanda.

Skilaréttur

Viðskiptavinum er heimilt að skila vörum í 30 daga frá afhendingu þeirra gegn framvísun kvittunar eða annarrar sambærilegrar sönnunar fyrir viðskiptunum og fá í stað þeirra inneignarnótu, aðra vöru eða endurgreiðslu. Vörum skal skilað á lager dr. Leður slf.  Aðeins er tekið á móti vörum í upprunalegum og lokuðum umbúðum.

Sérpöntuðum vörum og sem skemmst hafa í meðförum viðskiptavinar fæst ekki skilað.

Viðskiptavinur skal skoða vöruna gaumgæfilega um leið og afhending hefur farið fram og gera þegar viðvart vilji hann leggja fram kvörtun vegna galla.

Ef ástæður þess að vöru er skilað verða ekki raktar til mistaka seljanda og/eða galla á vörunni áskilur fyrirtækið sér rétt til að draga allan kostnað sem af þessu hlýst frá inneign kaupanda.

Ábyrgð

Komi í ljós framleiðslu- og/eða efnisgalli á ábyrgðartímabilinu takmarkast ábyrgð seljanda við kostnað við endurbætur á hinni gölluðu vöru. Ekki er tekin ábyrgð á kostnaði við vinnu eða flutning vörunnar.  Kaupandi skal kosta og sjá um að koma vöru  til seljanda.

Seljandi ber aldrei ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla eða bilunar á seldri vöru. Bótafjárhæð takmarkast ætíð við söluverð viðkomandi vöru án vsk. Seljandi er að öðru leyti undanþeginn ábyrgð á seldum vörum að því marki sem lög heimila.

  1. Leður ber enga ábyrgð á óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun á vörunni. Ef hægt er að rekja bilun, skemmdir eða eftir atvikum eyðileggingu á vöru til rangrar og/eða slæmrar meðferðar kaupanda (eða aðila sem hann ber ábyrgð á) ber kaupandi ábyrgð á greiðslu viðgerðarkostnaðar.

Ábyrgðin fellur úr gildi ef ekki hefur verið farið að fyrirmælum framleiðandans varðandi öryggismál, uppsetningu og stýrt viðhald samanber leiðbeiningum í handbók. Ábyrgð gildir ekki vegna eðlilegs slits eða vegna skemmda af völdum veðurs.

EF ágreiningur er uppi hvort varan hafi valdið tjóni fer ábyrgð seljanda eftir lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Seljandi er undanþeginn ábyrgð af slíku tjóni að því marki sem þau lög heimila.

Reikningurinn gildir sem ábyrgðarskírteini. Sé um að ræða neytendakaup í skilningi laga nr. 48/2003 ganga ákvæði þeirra laga framar viðskiptaskilmálum þessum ef þau stangast á.

 

Upplýsingar

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Hann birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtinga- og innsláttavillur í texta, verðum og myndum. Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi endurgreitt.

Greiðslur

Hægt er að inna af hendi greiðslu með greiðslukorti sem fer fram í greiðsluferli á síðu drledur.is. Skuldfært er af greiðslukorti um leið og pöntun er staðfest af viðskiptavini. Ef greiðsla fer ekki í gegn af greiðslukorti þá fellur pöntunin niður án frekari eftirmála.